Þjálfari Búlgara sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 15:13 Krasimir Balakov. Getty/Filip Filipovic Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira