Real marði stig á heimavelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luka Modric og félagar eru í vandræðum í Meistaradeildinni
Luka Modric og félagar eru í vandræðum í Meistaradeildinni vísir/getty
Real Madrid náði að bjarga stigi gegn Club Brugge á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Real Madrid byrjaði Meistaradeildina á vondu tapi gegn Paris Saint-Germain og ekki byrjuðu þeir vel á heimavelli sínum í dag.

Hinn 21 árs Emmanuel Dennis skoraði fyrir belgíska liðið á níundu mínútu leiksins. Markið var í skrautlegri kantinum, hann slapp einn inn fyrir vörnina en hitti boltann ekki almennilega. Samt nógu vel til þess að koma boltanum framhjá Thibaut Courtois sem var í vandræðum í markinu.

Fyrst var markið dæmt af vegna rangstöðu en myndbandsdómarinn fór vel yfir það og dæmdi markið á, en Dennis var hársbreidd frá því að vera fyrir innan.

Dennis var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiksins þegar hann vippaði yfir Courtois í markinu.

Courtois var tekinn af velli í hálfleik og náði varamarkmaðurinn Alphonse Areola að halda markinu hreinu í seinni hálfleik.

Sergio Ramos byrjaði endurkomu Real með skallamarki eftir fyrirgjöf Karim Benzema. Aftur var mark dæmt af vegna rangstöðu en varsjáin leiðrétti málið.

Fyrirliði gestanna, Ruud Vormer, var rekinn af velli með sitt seinna gula spjald á 84. mínútu og í aukaspyrnunni sem fylgdi á eftir skoraði Casemiro með skalla og jafnaði metin.

Lokatölur því 2-2 og Real náði aðeins að bjarga andlitinu, þó liðið sé enn á botni riðils A eftir 3-0 tapið fyrir PSG.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira