Innlent

Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni

Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa
Eyþór Arnalds var á meðal gesta Þóris Guðmundssonar í Víglínunni í dag.
Eyþór Arnalds var á meðal gesta Þóris Guðmundssonar í Víglínunni í dag. Vísir

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl, með það fyrir augum að draga úr umferð.

Þetta kom fram í máli Eyþórs í Víglínunni nú síðdegis en samflokksmaður hans, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hefur viðrað sambærilega hugmynd og sagt það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Eyþór segir það gefa auga leið að það myndi létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum með tillögu í borgarstjórn á morgun um að borgin setji sér þau markmið að þeir sem eru þrír saman í bíl í samfloti fái einhverjar ívilnanir. Í dag eru engar ívilnanir fyrir þá sem eru þrír í bíl. Það sjá það allir að ef það er einn í bíl tekur það þrisvar sinnum meira pláss en ef væru þrír í bílnum,“ sagði Eyþór í Víglínunni í dag.

„Ég vona að þessi tillaga verði samþykkt, hún er liður í því að liðka fyrir umferðinni án þess að það kosti mikla peninga.“

Hér má nálgasti nánari útfærslu tillögunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.