Sendiherra Kína segir mikinn árangur hafa náðst í sjötíu ára sögu Alþýðulýðveldisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2019 18:45 Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15