Hagræðing vegna sameiningar sveitarfélaga geti numið fimm milljörðum á ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 14:34 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira