Hagræðing vegna sameiningar sveitarfélaga geti numið fimm milljörðum á ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 14:34 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira