Fjölskyldan í áfalli eftir altjón í eldsvoða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 18:30 Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08
Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55