120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2019 19:15 Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira