Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifa 5. október 2019 07:00 Arngrímur Jóhannsson. Vísir/Valgarður Gíslason Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður Roslyn Wagstaff, segir kröfu lögmanns Arngríms Jóhannssonar um að Roslyn greiði 7,5 milljónir króna til tryggingar greiðslu málskostnaðar sæta furðu. Roslyn er ekkja Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Eyjafirði í ágúst 2015. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur Roslyn stefnt Arngrími og tryggingafélagi hans Sjóvá sem neita að greiða henni bætur vegna eiginmannsins.Roslyn Wagstaff, ekkja Grants Wagstaff.Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms, krafðist þess fyrir hans hönd í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Roslyn reiði fram 7,5 milljónir króna til að tryggja að Arngrímur fái greiddan málskostnað vinni hann málið. Vísaði Friðrik meðal annars til þess að Roslyn væri búsett í Kanada og erfitt gæti reynst að innheimta málskostnað yrði hún dæmd til að borga hann. Lögmaður ekkjunnar lýsti furðu sinni á kröfugerð Arngríms. Mikið hagsmunamál væri að fá úr því skorið hvað átti sér stað á slysdeginum og hvort gáleysi hefði átt þar hlut að máli. Það væri ekki aðeins hagsmunamál ekkjunnar heldur einnig Arngríms sjálfs. „Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðartryggingu, kom því á óvart,“ sagði Berglind Glóð Garðarsdóttir. Benti Berglind á að Roslyn hefði þegar fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu til að reka málið. Með veitingu gjafsóknar hefði íslenska ríkið staðfest að nægileg ástæða væri til málshöfðunar og einnig að kostnaður við málarekstur yrði henni ofviða og réttlætanlegt að kostnaðurinn væri greiddur af hinu opinbera. Fyrir dóminum í gær sagði lögmaður Arngríms málið mjög umfangsmikið með málskjöl og skýrslur upp á mörg hundruð blaðsíður sem þegar hefðu verið lagðar fram af hálfu lögmanns Roslyn. Að auki þyrfti mögulega að afla matsgerða. Ljóst væri að málskostnaður kynni að verða mjög hár. Krafan væri lögð fram til að tryggja að Arngrímur gæti gengið að fénu ynni hann málið og yrði dæmdur málskostnaður. Friðrik benti á að þegar lægi fyrir ítarleg lögregluskýrsla um flugslysið og einnig skýrsla frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Berglind sagði hins vegar eðlilegt að aðilar málsins væru ósammála um aðdraganda og atvik á slysdeginum. Allir hlytu því að vera sammála um að málið væri ekki byggt á sandi og margt benti til að skoða þurfi atvik nánar til að leiða sannleikann í ljós. Lögmaður ekkjunnar mótmælti kröfunni eindregið og sagði að ef fallist yrði á hana væri verið að útiloka aðgang efnalítils fólks að dómstólum. Vísaði Berglind til ákvæða stjórnarskrár um rétt til aðgangs að dómstólum og ákvæða um bann við mismunun á grundvelli bæði efnahags og þjóðernis. Þannig sagði Berglind að ef fallist yrði á kröfu um málskostnaðartryggingu lægi það fyrir að aðgengi Roslyn að dómstólum yrði mjög skert og hreinlega ekki fyrir hendi. Með vísan til stjórnarskrárákvæða fælist veruleg mismunun í því að setja slíkar hömlur á erlenda borgara með takmörkuð fjárráð. Dómari úrskurðar um kröfu Arngríms í næstu viku. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður Roslyn Wagstaff, segir kröfu lögmanns Arngríms Jóhannssonar um að Roslyn greiði 7,5 milljónir króna til tryggingar greiðslu málskostnaðar sæta furðu. Roslyn er ekkja Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Eyjafirði í ágúst 2015. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur Roslyn stefnt Arngrími og tryggingafélagi hans Sjóvá sem neita að greiða henni bætur vegna eiginmannsins.Roslyn Wagstaff, ekkja Grants Wagstaff.Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms, krafðist þess fyrir hans hönd í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Roslyn reiði fram 7,5 milljónir króna til að tryggja að Arngrímur fái greiddan málskostnað vinni hann málið. Vísaði Friðrik meðal annars til þess að Roslyn væri búsett í Kanada og erfitt gæti reynst að innheimta málskostnað yrði hún dæmd til að borga hann. Lögmaður ekkjunnar lýsti furðu sinni á kröfugerð Arngríms. Mikið hagsmunamál væri að fá úr því skorið hvað átti sér stað á slysdeginum og hvort gáleysi hefði átt þar hlut að máli. Það væri ekki aðeins hagsmunamál ekkjunnar heldur einnig Arngríms sjálfs. „Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðartryggingu, kom því á óvart,“ sagði Berglind Glóð Garðarsdóttir. Benti Berglind á að Roslyn hefði þegar fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu til að reka málið. Með veitingu gjafsóknar hefði íslenska ríkið staðfest að nægileg ástæða væri til málshöfðunar og einnig að kostnaður við málarekstur yrði henni ofviða og réttlætanlegt að kostnaðurinn væri greiddur af hinu opinbera. Fyrir dóminum í gær sagði lögmaður Arngríms málið mjög umfangsmikið með málskjöl og skýrslur upp á mörg hundruð blaðsíður sem þegar hefðu verið lagðar fram af hálfu lögmanns Roslyn. Að auki þyrfti mögulega að afla matsgerða. Ljóst væri að málskostnaður kynni að verða mjög hár. Krafan væri lögð fram til að tryggja að Arngrímur gæti gengið að fénu ynni hann málið og yrði dæmdur málskostnaður. Friðrik benti á að þegar lægi fyrir ítarleg lögregluskýrsla um flugslysið og einnig skýrsla frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Berglind sagði hins vegar eðlilegt að aðilar málsins væru ósammála um aðdraganda og atvik á slysdeginum. Allir hlytu því að vera sammála um að málið væri ekki byggt á sandi og margt benti til að skoða þurfi atvik nánar til að leiða sannleikann í ljós. Lögmaður ekkjunnar mótmælti kröfunni eindregið og sagði að ef fallist yrði á hana væri verið að útiloka aðgang efnalítils fólks að dómstólum. Vísaði Berglind til ákvæða stjórnarskrár um rétt til aðgangs að dómstólum og ákvæða um bann við mismunun á grundvelli bæði efnahags og þjóðernis. Þannig sagði Berglind að ef fallist yrði á kröfu um málskostnaðartryggingu lægi það fyrir að aðgengi Roslyn að dómstólum yrði mjög skert og hreinlega ekki fyrir hendi. Með vísan til stjórnarskrárákvæða fælist veruleg mismunun í því að setja slíkar hömlur á erlenda borgara með takmörkuð fjárráð. Dómari úrskurðar um kröfu Arngríms í næstu viku.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00