Eiga ekkert annað en stoltið Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 19:15 Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“ Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“
Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15