Lífið

Sýndi mynd­band af Taylor Swift á verkja­stillandi eftir augn­að­gerð

Atli Ísleifsson skrifar
Taylor Swift virtist mjög hissa þegar Fallon fór að spyrja hana út í augnaðgerðina.
Taylor Swift virtist mjög hissa þegar Fallon fór að spyrja hana út í augnaðgerðina.
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon sýndi í gær myndband í þætti sínum af söngkonunni Taylor Swift þar sem má sjá hana undir áhrifum verkjastillandi lyfja skömmu eftir að hafa gengist undir augnaðgerð með lasertækni.Það var móðir Swift sem tók myndbandið, kom í hendur Fallon og virtist það koma Swift sjálfri, sem var gestur í þættinum, í opna skjöldu þegar Fallon spurði hana út í aðgerðina og klukkustundirnar eftir hana.Swift virtist mjög undrandi á aðstæðum, enda sagðist hún ekki hafa greint opinberlega frá því að hún hefði gengist undir aðgerðina. Það ætti ekki að vera á allra vitorði.Á myndbandinu má meðal annars sjá Swift fá sér banana og vera gráti næst þar sem hún reynir að opna einn þeirra.Sjá má myndbandið að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.