Erlent

Fimm fílar drápust þar sem þeir reyndu að bjarga fílsunga

Atli Ísleifsson skrifar
Fílarnir drápust við Haew Narok fossinn í Khao Yai þjóðgarðinum.
Fílarnir drápust við Haew Narok fossinn í Khao Yai þjóðgarðinum. AP

Sex fílar, þar af einn þriggja ára fílsungi, drápust við foss í taílenskum þjóðgarði í gær. Taílenskir fjölmiðlar segja að fimm fullvaxta fílar hafi drepist þar sem þeir komu sér niður að á í tilraun til að bjarga unga sem hafði fallið þar niður nærri fossi.

CNN og fleiri fjölmiðlar segja að fólk hafi komið að tveimur lifandi fílum á svipuðum slóðum þar sem þeir voru fastir í nokkrar klukkustundir áður en þjóðgarðsvörðum tókst að bjarga þeim með því að notast við ávexti til að koma þeim til bjargar.

Fílarnir drápust við Haew Narok fossinn í Khao Yai þjóðgarðinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fílar drepast við fossinn en átta drápust þar árið 1992.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.