Erlent

Fimm fílar drápust þar sem þeir reyndu að bjarga fílsunga

Atli Ísleifsson skrifar
Fílarnir drápust við Haew Narok fossinn í Khao Yai þjóðgarðinum.
Fílarnir drápust við Haew Narok fossinn í Khao Yai þjóðgarðinum. AP
Sex fílar, þar af einn þriggja ára fílsungi, drápust við foss í taílenskum þjóðgarði í gær. Taílenskir fjölmiðlar segja að fimm fullvaxta fílar hafi drepist þar sem þeir komu sér niður að á í tilraun til að bjarga unga sem hafði fallið þar niður nærri fossi.

CNN og fleiri fjölmiðlar segja að fólk hafi komið að tveimur lifandi fílum á svipuðum slóðum þar sem þeir voru fastir í nokkrar klukkustundir áður en þjóðgarðsvörðum tókst að bjarga þeim með því að notast við ávexti til að koma þeim til bjargar.

Fílarnir drápust við Haew Narok fossinn í Khao Yai þjóðgarðinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fílar drepast við fossinn en átta drápust þar árið 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×