Væri hægt að koma í veg fyrir dauðsföll með því að heimila innflutning á móteitri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 20:30 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum