Fótbolti

Segja Ólaf Kristjánsson hafa hafnað Esbjerg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð.
Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/daníel
Danski miðillinn, Ekstra Bladet, greinir frá því að Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hafi hafnað þjálfarastöðunni hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Esbjerg.Esbjerg er að leita að nýjum þjálfara eftir að hafa rekið John Lammers eftir erfiða byrjun á nýrri leiktíð en Esbjerg endaði í 3. sæti dönsku deildarinnar á síðustu leiktíð.Samkvæmt heimildum Ekstra Bladet vildu Esbjerg-menn ráða FH-inginn en hann á að hafa sagt nei við því tilboði.Ástæðan er talin sú að Ólafur á að hafa viljað setja sínar fingur á hvernig leikmannahópurinn líti út sem og þjálfarateymið en það hafi ekki verið í boði.Allt bendir því til að Ólafur verði áfram í stjórastólnum hjá FH sem er aftur komið í Evrópukeppni eftir að hafa endað í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á nýlokinni leiktíð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.