Fótbolti

Óskaði Pútín til hamingju með afmælið og bauð honum á völlinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pútín í Síberíu.
Pútín í Síberíu. vísir/getty
Rússneska knattspyrnusambandið hefur boðið forsetanum, Vladimir Pútín, um að koma og fagna afmæli sínu á vellinum er Rússland spilar gegn Skotlandi á fimmtudag.

Pútín varð 67 ára í gær og Stanislav Cherchesov, þjálfari rússneska landsliðsins, vonast eftir því að sjá Pútín á vellinum er liðið mætir Skotlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2020.

„Við höfum nú þegar óskað forsetanum til hamingju með afmælið og við höfum boðið honum á leikinn. Við höfum ekki spilað í Moskvu lengi og það er gott að leikurinn sé spilaður í Luzhniki,“ sagði Stanislav.







„Það eina sem við þurfum að gera er að hlaða batteríin og reyna fá hækkandi hitastig í borgina. Ég hitti leikmennina í gær og við munum sjá hvað vikan gefur okkur.“

„Við munum ræða síðasta leik gegn Skotlandi og fara yfir styrkleika þeirra til þess að vera klárir í slaginn,“ bætti stjórinn við.

Rússland er í 2. sæti I-riðilsins með fimmtán stig en Skotland er í næst neðsta sætinu með einungis sex stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×