Innlent

Hlaupinu í Múlakvísl lokið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hlaupinu er formlega lokið.
Hlaupinu er formlega lokið. Vísir/Jóhann K.
Hlaupinu í Múlakvísl er lokið og rafleiðni er komin í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá hefur rennsli einnig minnkað. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, nú rétt í þessu.Mikil gasmengun fylgdi hlaupinu, sem stóð yfir í rúma viku, og var þeim tilmælum beint til almennings að staldra ekki við nálægt ánni. Þá væri heldur ekki ráðlegt að vera nálægt upptökum hennar.Hlaup af þessari stærðargráðu og er nýlokið er vel þekkt í Múlakvísl. Veðurstofan, almannavarnir og viðbragðsaðilar hafa fylgst grannt með svæðinu frá því hlaupið hófst.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.