Innlent

Enn varhugavert að staldra við nálægt Múlakvísl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Múlakvísl.
Múlakvísl. Vísir/Jói K.
Mikil gasmengun fylgir hlaupinu sem nú stendur yfir í Múlakvísl en það hefur ekki náð hámarki og gæti vaxið. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að varhugavert sé að staldra við nálægt ánni eða vera nálægt upptökum hennar.Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga í Múlakvísl og er nú um 270 míkróS/cm. Mikið vatn er í ánni miðað við árstíma en þó minna en hámarks sumarrennsli.„Veðurstofan er með gasmæli við Láguhvola sem er um 2 km frá jökuljaðri Kötlujökuls. Þar mældist í gærnótt hæsta gildi brennisteinsvetnis (H2S) um 20 ppm, sem er yfir heilsuverndarmörkum. Því er varhugavert að staldra við nálægt ánni eða vera nálægt upptökum hennar. Ef fólk finnur fyrir einkennum, svo sem sviða í nefi eða augum, á að yfirgefa svæðið strax,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.Hlaup af þessari stærðargráðu eru vel þekkt í Múlakvísl. Miðað við fyrri hlaup í Múlakvísl og þau gögn sem liggja fyrir er þó líklegt að hlaupið standi yfir í einhverja daga til viðbótar. Veðurstofan, Almannavarnir og viðbragðsaðilar á svæðinu munu fylgjast náið með framvindu mála næstu sólarhringa.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.