Erlent

Nígerskur lektor leystur frá störfum eftir að hafa boðið nem­endum góðar ein­kunnir í stað kyn­lífs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Háskólinn í Lagos.
Háskólinn í Lagos. getty/ Frédéric Soltan
Háskólinn í Lagos hefur leyst lektor frá störfum eftir að myndband náðist af honum kynferðislega áreita fréttamann breska ríkisútvarpsins sem þóttist vera nemandi.Lektorinn, sem heitir Boniface Igbeneghu, er líka prestur og hefur kirkjan hans fordæmt hann síðan myndbandið var birt.

Hann var einn nokkurra fræðimanna sem var myndaður í leyni í árslangri rannsókn BBC Africa Eye.

Í myndinni, sem hefur vakið upp mikla umræðu á veraldarvefnum, voru meint kynferðisbrot nokkurra starfsmanna tveggja virtustu háskólanna í Vestur-Afríku rannsökuð.Fréttamaðurinn talaði einnig við stúdenta sem sökuðu starfsmennina um að hafa áreitt sig kynferðislega.Í myndinni spurði Igbeneghu fréttamanninn óviðeigandi spurninga og bað hana meðal annars að læsa skrifstofunni sinni og kyssa sig en hann áreitti hana einnig kynferðislega. Fréttamaðurinn þóttist vera sautján ára gamall nemandi og hótaði hann henni meðal annars að klaga hana til móður hennar ef hún „hlýddi“ ekki beiðnum hans.Nokkrir stúdentar sökuðu lektorinn um að hafa brotið á sér kynferðislega í myndinni. Einn fyrrverandi nemandi Igbeneghu sagði meðal annars að hún hafi gert tilraunir til sjálfsvígs ítrekað eftir að hann braut á henni.Eftir að myndin var birt hélt Háskólinn í Lagos neyðarfund á mánudag þar sem Igbeneghu var leystur frá störfum tafarlaust og er honum meinaður aðgangur að háskólasvæðinu.Í yfirlýsingu sagðist háskólinn vera miður sín vegna ásakannana og hét því að gera allt sem í hans valdi stæði til að rannsaka og berjast gegn ógninni sem stafaði af áreitinni innan skólans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.