Fótbolti

Rúnar og Haraldur verða áfram hjá Stjörnunni: „Þurfum að horfa fram á veginn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson framlengdi í dag samning sinn við Stjörnuna í Garðabæ. Hann segir Harald Björnsson verja mark Stjörnunnar áfram.Rúnar hefur verið þjálfari Stjörnunnar síðan árið 2014 og náð góðum árangri en hann segir síðasta tímabil hafa verið vonbrigði.„Okkur hefur gengið vel síðustu ár og verið síðustu sex árin í Evrópu, en það gekk ekki í ár,“ sagði Rúnar Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2.„Við gerðum allt of mikið af jafnteflum.“„Við þurfum að horfa fram á vegin og gera betur á næsta ári.“Rúnar segir að nú verði farið í að skoða leikmannamálin fyrir næsta ár. Markvörðurinn Ingvar Jónsson er ekki á leið í Garðabæinn, Haraldur Björnsson verður þar áfram.„Hann verður í markinu hjá okkur næstu tvö árin.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.