Fótbolti

Fékk eins leiks bann fyrir að nefbrjóta Dagnýju | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagný í landsleik fyrr á árinu.
Dagný í landsleik fyrr á árinu. vísir/bára

Beverly Yanez, leikmaður Reign FC í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum, er á leiðinni í eins leiks bann og spilar því ekki í lokaumferðinni.

Ástæðan er olnbogaskot sem hún gaf Dagnýju Brynjarsdóttur er Reign mætti Dagnýju og samherjum hennar í Portland.

Dagný vann skallaeinvígið og gerði einmitt grín að þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagðist einmitt hafa unnið skallaeinvígið.

Það fór hins vegar illa fyrir Dagnýju sem nefbrotnaði í atvikinu. Hún þurfti því að spila með grímu í landsleikjum Íslands gegn Frökkum á föstudag og í gær gegn Lettum.

Hún lét það ekki halda aftur að sér er hún skoraði annað mark Íslands gegn Lettum í gær en lokatölur 6-0 sigur Íslands.

Portland og Reign berjast um 2. til 3. sæti deildarinnar í lokaumferðinni en Portland er nú í þriðja sætinu með 39 stig. Reign sæti neðar með tveimur stigum minna.

MLS


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.