Fótbolti

Fékk eins leiks bann fyrir að nefbrjóta Dagnýju | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagný í landsleik fyrr á árinu.
Dagný í landsleik fyrr á árinu. vísir/bára
Beverly Yanez, leikmaður Reign FC í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum, er á leiðinni í eins leiks bann og spilar því ekki í lokaumferðinni.Ástæðan er olnbogaskot sem hún gaf Dagnýju Brynjarsdóttur er Reign mætti Dagnýju og samherjum hennar í Portland.Dagný vann skallaeinvígið og gerði einmitt grín að þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagðist einmitt hafa unnið skallaeinvígið.Það fór hins vegar illa fyrir Dagnýju sem nefbrotnaði í atvikinu. Hún þurfti því að spila með grímu í landsleikjum Íslands gegn Frökkum á föstudag og í gær gegn Lettum.Hún lét það ekki halda aftur að sér er hún skoraði annað mark Íslands gegn Lettum í gær en lokatölur 6-0 sigur Íslands.Portland og Reign berjast um 2. til 3. sæti deildarinnar í lokaumferðinni en Portland er nú í þriðja sætinu með 39 stig. Reign sæti neðar með tveimur stigum minna.

MLSFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.