Innlent

Þrír hand­teknir með kókaín, sveðju og hnífa

Atli Ísleifsson skrifar
Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum.
Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum. Vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá einstaklinga eftir húsleit í húsnæði í umdæminu um síðustu helgi.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögreglumenn hafi fundið þrjá poka af meintu kókaíni, sveðju og þrjá hnífa.„Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum afsalaði sér þeim til lögreglu,“ segir í tilkynningunni.Í póstinum minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.