Innlent

Þrír hand­teknir með kókaín, sveðju og hnífa

Atli Ísleifsson skrifar
Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum.
Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá einstaklinga eftir húsleit í húsnæði í umdæminu um síðustu helgi.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögreglumenn hafi fundið þrjá poka af meintu kókaíni, sveðju og þrjá hnífa.

„Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum afsalaði sér þeim til lögreglu,“ segir í tilkynningunni.

Í póstinum minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.