Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2019 16:59 Landsréttur mildaði dóminn úr héraði. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í maí 2018. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þriggja ára fangelsi væri hæfileg refsing og vísaði til þess að meðferð málsins hefði dregist úr hófi. Saksóknari hafði farið fram á þyngri refsingu. Aftur á móti voru miskabætur til konunnar hækkaðar úr 1,6 milljónum króna í tvær milljónir.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómi yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum.Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu.Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í maí 2018. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þriggja ára fangelsi væri hæfileg refsing og vísaði til þess að meðferð málsins hefði dregist úr hófi. Saksóknari hafði farið fram á þyngri refsingu. Aftur á móti voru miskabætur til konunnar hækkaðar úr 1,6 milljónum króna í tvær milljónir.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómi yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum.Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu.Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira