Veður geti haft mikil áhrif á gigtarsjúklinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. september 2019 07:00 Haustlægðirnar gætu haft áhrif á gigtarsjúklinga. Fréttablaðið/Anton Brink Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira