Enski boltinn

Zaha: Ég get ekki spilað allar stöður á vellinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wilfried Zaha finnst liðsfélagar hans þurfa að spila betur
Wilfried Zaha finnst liðsfélagar hans þurfa að spila betur vísir/getty
Wilfried Zaha er ekki sáttur með liðsfélaga sína hjá Crystal Palace og sagði þeim að hann gæti ekki spilað í hverri stöðu.Palace hefur byrjað tímabilið ágætlega, tveir sigrar í röð gegn Manchester United og Aston Villa gáfu góð fyrirheit áður en Palace tapaði illa fyrir Tottenham í síðustu umferð 4-0.Zaha er ekki sáttur hjá Palace, hann var orðaður burt frá félaginu í sumar og er sagður hafa beðið formlega um sölu.„Eins mikið og ég geri á vellinum þá get ég ekki spilað í hverri stöðu,“ sagði Zaha við stuðningsmannasíðu Crystal Palace.„Ég gef 100 prósent en það eru ellefu manns á vellinum og allir þurfa að gera sitt.“„Það sem gerðist í sumar gerðist, sumir hlutir sem mér voru sagðir að myndu gerast gerðu ekki og ég var ekki ánægður með það. En ég er enn leikmaður Palace og ég vil standa mig fyrir félagið.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.