Fótbolti

Sara Björk skoraði tvisvar í sigri Wolfsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar eru með yfirburði í þýsku deildinni
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar eru með yfirburði í þýsku deildinni vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum í öruggum sigri Wolfsburg á Potsdam í þýsku Bundesligunni í fótbolta.Sara Björk kom Wolfsburg yfir strax á þriðju mínútu leiksins og skildi mark hennar að í hálfleik.Á 75. mínútu leiksins skoraði Ewa Pajor annað mark Wolfsburg áður en íslenski landsliðsfyrirliðinn gulltryggði sigur Wolfsburg með marki á lokamínútu leiksins.Wolfsburg vann 3-0 sigur og er enn með fullt hús á toppi deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.