Fótbolti

Sara Björk skoraði tvisvar í sigri Wolfsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar eru með yfirburði í þýsku deildinni
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar eru með yfirburði í þýsku deildinni vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum í öruggum sigri Wolfsburg á Potsdam í þýsku Bundesligunni í fótbolta.

Sara Björk kom Wolfsburg yfir strax á þriðju mínútu leiksins og skildi mark hennar að í hálfleik.

Á 75. mínútu leiksins skoraði Ewa Pajor annað mark Wolfsburg áður en íslenski landsliðsfyrirliðinn gulltryggði sigur Wolfsburg með marki á lokamínútu leiksins.

Wolfsburg vann 3-0 sigur og er enn með fullt hús á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.