Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Djurgården

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur eru í erfiðum málum
Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur eru í erfiðum málum vísir/getty

Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í Djurgården fengu á sig þrjú mörk gegn Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kristianstad gerði jafntefli við Bunkeflo.

Ingibjörg var í byrjunarliði Djurgården en Guðrún Arnardóttir var ónotaður varamaður.

Julia Roddar kom gestunum frá Gautaborg yfir rétt fyrir hálfleikinn og Elin Rubensson tvöfaldaði forystuna í upphafi seinni hálfleiks.

Heimakonur náðu aðeins að klóra í bakkann en Rubensson bætti öðru marki sínu við og tryggði Gautaborg 3-1 sigur.

Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru í byrjunarliði Kristianstad sem sótti Bunkeflo heim.

Gestirnir í Kristianstad komust tvisvar yfir en tvisvar náðu heimakonur að jafna og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

Kristianstad er með 32 stig í 4. sæti eftir 18 leiki en Djurgården er í vandræðum, í fallsæti með 10 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.