Veikindi flugfreyja rannsökuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 14:47 Nokkrar flugfreyjur hafa veikst um borð í Icelandair vélum en málin eru nú til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00