Kaupendur ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 23. september 2019 13:37 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira