Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Ari Brynjólfsson skrifar 24. september 2019 06:00 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri „Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54
Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04