Innlent

For­manna­fundur Lands­sam­bands lög­reglu­manna lýsir einnig yfir van­trausti á ríkis­lög­reglu­stjóra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm
Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar.Í yfirlýsingunni segir að ljóst sé að ríkislögreglustjóri njóti ekki lengur trausts lögreglumanna í landinu. Því lýsi formannafundur landssambandsins yfir vantrausti á Harald. Yfirlýsingin var samþykkt á formannafundi félagsins sem haldinn var í dag.Formennirnir bætast því í hóp átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti fyrr í dag, líkt og Vísir greindi frá fyrstur miðla. Í viðtali við fréttastofu sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands, að lögreglustjórar væru afar ósáttir við störf Haralds og sú óánægja hafi staðið lengi.


Tengdar fréttir

Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki

Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.