Fleiri nemar flytji inn í íbúðir fyrir aldraða Björn Þorfinnsson skrifar 26. september 2019 06:00 Andrea Ósk var ánægð með þátttöku sína í verkefninu. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30