Innlent

Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tvær orrustuþotur ítalska flughersins eru hér við land til að sinna loftrýmisgæslu.
Tvær orrustuþotur ítalska flughersins eru hér við land til að sinna loftrýmisgæslu. Mynd/landhelgisgæslan

Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku.

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til að flytja liðsmenn ítalska flughersins norður til að kanna ástand vélarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Með í för eru einnig tveir liðsmenn séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra til að annast öryggisgæslu umhverfis vélina. TF-GRO tekur á loft frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan 14:00.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var lýst yfir hættustigi en því var aflýst nánast um hæl þegar flugmennirnir gátu lent vélinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.