Köngulóarmaðurinn verður áfram í Marvel-heiminum og snýr aftur í þriðju kvikmyndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 22:11 Tom Holland sést hér í hlutverki Köngulóarmannsins Peter Parker ásamt Jake Gyllenhaal í hlutverki Mysterio. Mynd/Disney Aðdáendur Köngulóarmannsins, eða í það minnsta Köngulóarmannsins í núverandi mynd breska leikarans Toms Hollands, geta nú tekið gleði sína á ný eftir að kvikmyndaframleiðendurnir Sony og Marvel komust að samkomulagi um áframhaldandi veru hans í Marvel-heiminum. Áður hafði verið greint frá því að Marvel myndi ekki framleiða fleiri kvikmyndir um Köngulóarmanninn sökum ágreinings fyrirtækisins við kvikmyndaver Sony, sem á réttinn að Köngulóarmanninum. Disney, móðurfyrirtæki Marvel, hafði lagt til að kvikmyndaverin skiptu kostnaði og ágóða jafnt á milli sín í öllum verkefnum tengdum ofurhetjunni. Á það féllst Sony ekki. Í kjölfarið lýstu aðdáendur margir yfir áhyggjum af framtíð Köngulóarmannsins, sem var sannarlega í lausu lofti á tímabili. Í gær var hins vegar tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um þriðju myndina í geisivinsælli kvikmyndaröð Marvel um Köngulóarmanninn. „Það gleður mig að tilkynna að ævintýri Köngulóarmannsins í söguheimi Marvel heldur áfram og ég, og við öll hjá Marvel-kvikmyndaverinu, erum afar spennt yfir því að fá að halda áfram að vinna við þau,“ sagði Kevin Feige, forstjóri kvikmyndaversins og einn aðalframleiðandi kvikmyndanna um Köngulóarmanninn. Samningur milli Marvel og Sony um Köngulóarmanninn var undirritaður árið 2015. Hann kvað á um að ofurhetjan góðkunna myndi birtast í söguheimi Marvel, sem myndi jafnframt framleiða myndirnar. Köngulóarmaðurinn, túlkaður af áðurnefndum Tom Holland, hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; auk tveggja kvikmynda sem hverfast um hans eigin ævintýri, Spiderman: Homecoming og Spiderman: Far From Home. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Aðdáendur Köngulóarmannsins, eða í það minnsta Köngulóarmannsins í núverandi mynd breska leikarans Toms Hollands, geta nú tekið gleði sína á ný eftir að kvikmyndaframleiðendurnir Sony og Marvel komust að samkomulagi um áframhaldandi veru hans í Marvel-heiminum. Áður hafði verið greint frá því að Marvel myndi ekki framleiða fleiri kvikmyndir um Köngulóarmanninn sökum ágreinings fyrirtækisins við kvikmyndaver Sony, sem á réttinn að Köngulóarmanninum. Disney, móðurfyrirtæki Marvel, hafði lagt til að kvikmyndaverin skiptu kostnaði og ágóða jafnt á milli sín í öllum verkefnum tengdum ofurhetjunni. Á það féllst Sony ekki. Í kjölfarið lýstu aðdáendur margir yfir áhyggjum af framtíð Köngulóarmannsins, sem var sannarlega í lausu lofti á tímabili. Í gær var hins vegar tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um þriðju myndina í geisivinsælli kvikmyndaröð Marvel um Köngulóarmanninn. „Það gleður mig að tilkynna að ævintýri Köngulóarmannsins í söguheimi Marvel heldur áfram og ég, og við öll hjá Marvel-kvikmyndaverinu, erum afar spennt yfir því að fá að halda áfram að vinna við þau,“ sagði Kevin Feige, forstjóri kvikmyndaversins og einn aðalframleiðandi kvikmyndanna um Köngulóarmanninn. Samningur milli Marvel og Sony um Köngulóarmanninn var undirritaður árið 2015. Hann kvað á um að ofurhetjan góðkunna myndi birtast í söguheimi Marvel, sem myndi jafnframt framleiða myndirnar. Köngulóarmaðurinn, túlkaður af áðurnefndum Tom Holland, hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; auk tveggja kvikmynda sem hverfast um hans eigin ævintýri, Spiderman: Homecoming og Spiderman: Far From Home.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39