Köngulóarmaðurinn verður áfram í Marvel-heiminum og snýr aftur í þriðju kvikmyndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 22:11 Tom Holland sést hér í hlutverki Köngulóarmannsins Peter Parker ásamt Jake Gyllenhaal í hlutverki Mysterio. Mynd/Disney Aðdáendur Köngulóarmannsins, eða í það minnsta Köngulóarmannsins í núverandi mynd breska leikarans Toms Hollands, geta nú tekið gleði sína á ný eftir að kvikmyndaframleiðendurnir Sony og Marvel komust að samkomulagi um áframhaldandi veru hans í Marvel-heiminum. Áður hafði verið greint frá því að Marvel myndi ekki framleiða fleiri kvikmyndir um Köngulóarmanninn sökum ágreinings fyrirtækisins við kvikmyndaver Sony, sem á réttinn að Köngulóarmanninum. Disney, móðurfyrirtæki Marvel, hafði lagt til að kvikmyndaverin skiptu kostnaði og ágóða jafnt á milli sín í öllum verkefnum tengdum ofurhetjunni. Á það féllst Sony ekki. Í kjölfarið lýstu aðdáendur margir yfir áhyggjum af framtíð Köngulóarmannsins, sem var sannarlega í lausu lofti á tímabili. Í gær var hins vegar tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um þriðju myndina í geisivinsælli kvikmyndaröð Marvel um Köngulóarmanninn. „Það gleður mig að tilkynna að ævintýri Köngulóarmannsins í söguheimi Marvel heldur áfram og ég, og við öll hjá Marvel-kvikmyndaverinu, erum afar spennt yfir því að fá að halda áfram að vinna við þau,“ sagði Kevin Feige, forstjóri kvikmyndaversins og einn aðalframleiðandi kvikmyndanna um Köngulóarmanninn. Samningur milli Marvel og Sony um Köngulóarmanninn var undirritaður árið 2015. Hann kvað á um að ofurhetjan góðkunna myndi birtast í söguheimi Marvel, sem myndi jafnframt framleiða myndirnar. Köngulóarmaðurinn, túlkaður af áðurnefndum Tom Holland, hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; auk tveggja kvikmynda sem hverfast um hans eigin ævintýri, Spiderman: Homecoming og Spiderman: Far From Home. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Aðdáendur Köngulóarmannsins, eða í það minnsta Köngulóarmannsins í núverandi mynd breska leikarans Toms Hollands, geta nú tekið gleði sína á ný eftir að kvikmyndaframleiðendurnir Sony og Marvel komust að samkomulagi um áframhaldandi veru hans í Marvel-heiminum. Áður hafði verið greint frá því að Marvel myndi ekki framleiða fleiri kvikmyndir um Köngulóarmanninn sökum ágreinings fyrirtækisins við kvikmyndaver Sony, sem á réttinn að Köngulóarmanninum. Disney, móðurfyrirtæki Marvel, hafði lagt til að kvikmyndaverin skiptu kostnaði og ágóða jafnt á milli sín í öllum verkefnum tengdum ofurhetjunni. Á það féllst Sony ekki. Í kjölfarið lýstu aðdáendur margir yfir áhyggjum af framtíð Köngulóarmannsins, sem var sannarlega í lausu lofti á tímabili. Í gær var hins vegar tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um þriðju myndina í geisivinsælli kvikmyndaröð Marvel um Köngulóarmanninn. „Það gleður mig að tilkynna að ævintýri Köngulóarmannsins í söguheimi Marvel heldur áfram og ég, og við öll hjá Marvel-kvikmyndaverinu, erum afar spennt yfir því að fá að halda áfram að vinna við þau,“ sagði Kevin Feige, forstjóri kvikmyndaversins og einn aðalframleiðandi kvikmyndanna um Köngulóarmanninn. Samningur milli Marvel og Sony um Köngulóarmanninn var undirritaður árið 2015. Hann kvað á um að ofurhetjan góðkunna myndi birtast í söguheimi Marvel, sem myndi jafnframt framleiða myndirnar. Köngulóarmaðurinn, túlkaður af áðurnefndum Tom Holland, hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; auk tveggja kvikmynda sem hverfast um hans eigin ævintýri, Spiderman: Homecoming og Spiderman: Far From Home.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39