Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 21:00 Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri hjá Icelandair. Vísir Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00