Fótbolti

Íslensku þjálfararnir að missa af titlinum í Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. vísir/daníel
Rúnar Már Sigurjónsson var á sínum stað í liði FC Astana sem vann 3-0 sigur á Kaisar Kyzylorda í Kasakstan.

Astana er í 3. sæti deildarinnar eftir sigurinn en þeir eru þremur stigum á eftir toppliðunum, Kairat Almaty og Tobol Kostanay.

Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir AIK sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg á útivelli. AIK í 3. sætinu, þremur stigum á eftir toppliði Djurgården.

Topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, FC Midtjylland, tapaði 1-0 á heimavelli fyrir OB en Mikael Anderson spilaði allan leikinn fyrir toppliðið sem er nú með eins stigs forskot á toppnum.

Stefán Gíslason og lærisveinar hans gerðu 1-1 jafntefli við Lokeren á heimavelli í belgísku B-deildinni.

Íslendingaliðin í Færeyjum, HB og NSÍ Runavík, náðu hvorugt að sigra í leikjum sínum í úrvalsdeildinni þar í landi.

HB gerði 2-2 jafntefli við grannanna í B36 baráttunni um Þórshöfn og NSÍ tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Víkingi.

HB er í 5. sæti deildarinnar með 45 stig en NSÍ er í 3. sætinum með 51 stig. Toppliðið Klaksvík er með 57 stig er þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×