Innlent

Tólf ára piltur stalst í skólann á fjórhjóli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árekstur fornbílaáhugamannsins varð í Reykjanesbæ.
Árekstur fornbílaáhugamannsins varð í Reykjanesbæ. Vísir/vilhelm
Lögreglu á Suðurnesjum var um helgina tilkynnt um 12 ára pilt á litlu fjórhjóli í umferðinni. Þegar lögregla ræddi við piltinn kom í ljós að hann hafði stolist á hjólið og  farið á því að skóla sínum. Í tilkynningu kemur fram að piltinum hafi verið tjáð að þetta mætti hann alls ekki gera. Hann hafi haft skilning á því.

Þá varð árekstur við bensínstöð Olís við Fitjabakka í Reykjanesbæ um helgina þegar ökumaður bíls kom auga á mikinn fjölda bifhjóla og fornbíla á bílastæði stöðvarinnar. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum segir að ökumaðurinn hafi gleymt sér við að horfa á fornbílaflotann og ekið þá aftan á aðra bifreið.

Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var á var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×