Lífið

Annar þátturinn af Óminni

Stefán Árni Pálsson skrifar

Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni.

Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Annar þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi í gær og hófst hann klukkan 19:20.

Í þáttunum er meðal annars fjalla um misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða sem hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.

Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu. 


Tengdar fréttir

Fyrsti þáttur af Óminni

Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni.

Neyslan er oft svo falin

Þátturinn Óminni hefur göngu sína í kvöld. Hann fjallar um eiturlyfjaheiminn á Íslandi og þá sérstaklega neyslu ungs fólks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.