Annar þátturinn af Óminni
Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni.
Þættirnir verða þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Annar þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi í gær og hófst hann klukkan 19:20.
Í þáttunum er meðal annars fjalla um misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða sem hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.
Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu.
Tengdar fréttir

Dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi
Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu.

Fyrsti þáttur af Óminni
Þáttaröðin Óminni hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni.

Neyslan er oft svo falin
Þátturinn Óminni hefur göngu sína í kvöld. Hann fjallar um eiturlyfjaheiminn á Íslandi og þá sérstaklega neyslu ungs fólks.