Dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:53 Funi segir mikilvægast að foreldrar fylgist vel með börnum sínum. stöð 2 Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“ Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“
Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira