„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2019 18:45 Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér. Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér.
Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira