„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2019 18:45 Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér. Reykjavík Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér.
Reykjavík Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira