Fótbolti

Ronaldo skorað gegn 40 þjóðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo hefur skorað 93 mörk í 160 landsleikjum fyrir Portúgal.
Ronaldo hefur skorað 93 mörk í 160 landsleikjum fyrir Portúgal. vísir/getty
Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal vann 1-5 sigur á Litháen í undankeppni EM 2020 í gær.

Þetta var áttunda þrenna Ronaldos fyrir portúgalska landsliðið og 54. þrennan á ferlinum fyrir lands- og félagslið. Þetta er önnur landsliðsþrenna Ronaldos á árinu. Hann skoraði öll þrjú mörk Portúgals í 3-1 sigrinum á Sviss í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.



Litháen er tólfta landið þar sem Ronaldo skorar þrennu. Ronaldo hefur einnig skorað þrennu í Portúgal, Ítalíu, Rússlandi, Spáni, Japan, Armeníu, Svíþjóð, Tyrklandi, Norður-Írlandi, Hollandi og Englandi.



Ronaldo hefur alls skorað 93 mörk fyrir portúgalska landsliðið. Hann er næstmarkahæsti landsliðsmaður sögunnar á eftir Írananum Ali Daei. Hann skoraði 109 mörk í 149 landsleikjum á árunum 1992-2006.



Ronaldo hefur núna skorað gegn 40 mismunandi þjóðum á landsliðsferlinum. Hann hefur skorað flest mörk gegn Armeníu, Svíþjóð, Lettlandi og Andorra, eða fimm mörk gegn hverri þjóð.



Hann hefur alls skorað átta mörk fyrir Portúgal á þessu ári. Metið hans er 13 mörk frá 2016.

Ronaldo hefur skorað 25 mörk í undankeppni EM, 30 mörk í undankeppni HM, 17 í vináttulandsleikjum, níu á EM, sjö á HM, þrjú í Þjóðadeildinni og tvö í Álfukeppninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×