Fótbolti

Markaveisla á velli heilagrar Maríu | Ronaldo með fernu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jadon Sancho skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska landsliðið í kvöld.
Jadon Sancho skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska landsliðið í kvöld. vísir/getty

England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld.

Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði.

Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark.

Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki.

Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi.

Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins.

William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig.

Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill
England 5-3 Kósóvó
Svartfjallaland 0-3 Tékkland

B-riðill
Litháen 1-5 Portúgal
Lúxemborg 1-3 Serbía

H-riðill
Albanía 4-2 Ísland
Frakkland 3-0 Andorra
Moldóva 0-4 Tyrkland


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.