Erlent

Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi  Laga og reglu. Nordicphotos/AFP
Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi Laga og reglu. Nordicphotos/AFP

Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. Í síðustu kosningum fékk hann 37,5 prósent og náði þá hreinum meirihluta á þinginu. Virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki og félagar missi meirihlutann.

Miðjuflokkurinn bætir við sig í könnunum og er nú með 27 prósent, en hann fékk tæplega 32 prósent í síðustu kosningum. Vinstri flokkurinn er á svipuðu róli með um 13 prósent og aðrir langtum minna.

Lög og regla er mjög íhaldssamur flokkur og hefur til dæmis barist gegn umbótum í málefnum innflytjenda og hinsegin fólks. Íhaldssöm, þjóðernissinnuð og trúarleg gildi hafa verið ofan á síðan flokkurinn komst til valda árið 2015. Þá hefur samband stjórnvalda við Evrópusambandið verið krefjandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.