Kvöldfréttir Stöðvar 2 11. september 2019 18:00 Ungu fólki sem lagt er inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrunar hefur fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu fimm árum. Mikið er um að fólk blandi saman kókaíni og lyfseðilsskyldum lyfjum, sem er stórhættulegt að mati yfirlæknis. Nánar um þetta í kvöldfréttum okkar. Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi í kvöld. Allir formenn flokka á Alþingi taka til máls í kvöld nema Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi. Tveir þriðju þeirra sem fá ígrætt nýra hér á landi fá það frá lifandi einstaklingi sem er mun hærra hlutfall en almennt tíðkast í Evrópu. Ungur maður sem gaf nýra fyrir rúmri viku segir afar gefandi að vita hversu mikla þýðingu það hafði fyrir þann sem þáði nýrað. Við segjum frá íslenskum verkfræðingi sem er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu Grænlands, nágrannaþjóðar Íslendinga, tökum stöðuna í Brexit og sýnum viðbrögð Palestínumanna við yfirlýsingum Benjamíns Netanjahú um innlimun hluta Vesturbakkans í Ísrael verði hann kosinn á ný. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ungu fólki sem lagt er inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrunar hefur fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu fimm árum. Mikið er um að fólk blandi saman kókaíni og lyfseðilsskyldum lyfjum, sem er stórhættulegt að mati yfirlæknis. Nánar um þetta í kvöldfréttum okkar. Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi í kvöld. Allir formenn flokka á Alþingi taka til máls í kvöld nema Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi. Tveir þriðju þeirra sem fá ígrætt nýra hér á landi fá það frá lifandi einstaklingi sem er mun hærra hlutfall en almennt tíðkast í Evrópu. Ungur maður sem gaf nýra fyrir rúmri viku segir afar gefandi að vita hversu mikla þýðingu það hafði fyrir þann sem þáði nýrað. Við segjum frá íslenskum verkfræðingi sem er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu Grænlands, nágrannaþjóðar Íslendinga, tökum stöðuna í Brexit og sýnum viðbrögð Palestínumanna við yfirlýsingum Benjamíns Netanjahú um innlimun hluta Vesturbakkans í Ísrael verði hann kosinn á ný. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira