Rósa bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan knattspyrnuferil að baki Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 09:18 Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru miklir andstæðingar í pólitík. Vísir/vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019 Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019
Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15