Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 13:01 Teikning listamanns af því hvernig K2-18b gæti litið út. Reikistjarna er líklega sambærileg við Neptúnus. ESA/Hubble, M. Kornmesser Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019 Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00
Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04