Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 17:38 Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar. Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar.
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25