Seltjarnarnes neitar að ábyrgjast lán Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. september 2019 07:00 Birkir segir of snemmt að segja hvort einhver eigi að taka ábyrgð. Fréttablaðið/GVA Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Önnur sveitarfélög sem eiga hlut í Sorpu hafa staðfest ábyrgðina en stjórn Sorpu hefur fengið harða gagnrýni á fundum. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, og Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri hafa mætt á bæjarráðsfundi sveitarfélaganna vegna málsins. „Seltjarnarnes ákvað að svo stöddu að samþykkja ekki þennan lánapakka,“ segir Birkir Jón en Seltjarnarnes á tæp þrjú prósent í Sorpu. „Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins til þess að fara yfir stöðu mála.“ Aðspurður um hvort einhver þurfi ekki að taka ábyrgð á stöðunni segir Birkir of snemmt að segja til um það. „Stjórn félagsins er búin að setja málið í ferli og formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að taka út rekstur félagsins.“ Birkir segir að tillögur, byggðar á þessari úttekt, verði lagðar fram á næsta stjórnarfundi Sorpu, en hann mun fara fram í lok mánaðarins. „Við viljum varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis í áætlanagerð og verkferlum félagsins. Það er ekkert fleira að segja um málið fyrr en úttektin liggur fyrir.“ Birkir mun funda með varaformanni í næstu viku varðandi úttektina. Hver mun sjá um úttektina liggur ekki fyrir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Önnur sveitarfélög sem eiga hlut í Sorpu hafa staðfest ábyrgðina en stjórn Sorpu hefur fengið harða gagnrýni á fundum. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, og Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri hafa mætt á bæjarráðsfundi sveitarfélaganna vegna málsins. „Seltjarnarnes ákvað að svo stöddu að samþykkja ekki þennan lánapakka,“ segir Birkir Jón en Seltjarnarnes á tæp þrjú prósent í Sorpu. „Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins til þess að fara yfir stöðu mála.“ Aðspurður um hvort einhver þurfi ekki að taka ábyrgð á stöðunni segir Birkir of snemmt að segja til um það. „Stjórn félagsins er búin að setja málið í ferli og formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að taka út rekstur félagsins.“ Birkir segir að tillögur, byggðar á þessari úttekt, verði lagðar fram á næsta stjórnarfundi Sorpu, en hann mun fara fram í lok mánaðarins. „Við viljum varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis í áætlanagerð og verkferlum félagsins. Það er ekkert fleira að segja um málið fyrr en úttektin liggur fyrir.“ Birkir mun funda með varaformanni í næstu viku varðandi úttektina. Hver mun sjá um úttektina liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira