Innlent

Jón Gunnars­son nýr ritari Sjálf­stæðis­flokksins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. vísir
Jón Gunnarsson bar sigur af hólmi í kjöri til ritara Sjálfstæðisflokksins rétt í þessu. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í dag þar sem kjörið var til ritara en staðan losnaði eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra. Hún hefur gengt embætti ritara síðan árið 2015 þegar hún tók við embættinu af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra.

Jón hlaut 135 atkvæði, eða 52,9%, en Áslaug Hulda hlaut 117 atkvæði, sem nemur 45% atkvæða. 1,5 prósent seðla voru auðir. 

Jón Gunnarsson, þingmaður, og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar voru þau einu buðu sig fram til embættisins. Jón er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2007. Árið 2017 var hann samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

Þá var Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, einnig orðuð við embættið en hún tilkynnti í vikunni að hún hygðist ekki bjóða sig fram. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni var einnig orðaður við framboð en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki gera svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×