Fótbolti

Sandra María spilaði í sigri á Bayern Munchen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen vísir/stefán
Sandra María Jessen hóf leik á varamannabekknum þegar Bayer Leverkusen heimsótti Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.Staðan í leikhléi var 1-2 fyrir Leverkusen og Sandra María kom inn af bekknum á 70.mínútu. Hún hjálpaði liði sínu að sigla óvæntum sigri í hús. Lokatölur 1-2.Á sama tíma voru Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg með Hoffenheim í heimsókn. Öruggur 3-0 sigur Wolfsburg varð niðurstaðan þar en Sara Björk spilaði síðustu tólf mínútur leiksins.Wolfsburg með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Sandra María og stöllur hennar í Leverkusen með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.