Fótbolti

Sandra María spilaði í sigri á Bayern Munchen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen vísir/stefán

Sandra María Jessen hóf leik á varamannabekknum þegar Bayer Leverkusen heimsótti Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Staðan í leikhléi var 1-2 fyrir Leverkusen og Sandra María kom inn af bekknum á 70.mínútu. Hún hjálpaði liði sínu að sigla óvæntum sigri í hús. Lokatölur 1-2.

Á sama tíma voru Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg með Hoffenheim í heimsókn. Öruggur 3-0 sigur Wolfsburg varð niðurstaðan þar en Sara Björk spilaði síðustu tólf mínútur leiksins.

Wolfsburg með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Sandra María og stöllur hennar í Leverkusen með sex stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.