Fótbolti

Kolbeinn ónotaður varamaður þegar AIK skaust á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með AIK fyrr á leiktíðinni.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með AIK fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar AIK heimsótti Hacken. 

Liðsfélagar Kolbeins náðu að vinna 1-2 sigur þar sem Sebastian Larsson gerði sigurmarkið með marki úr vítaspyrnu. Sænsk/Íslenski bakvörðurinn Óskar Sverrisson sat allan tímann á varamannabekk Hacken.

Kolbeinn og félagar tróna á toppi Allsvenskan með 49 stig, tveimur stigum meira en Djurgarden sem eiga þó leik til góða.

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Hammarby gegn Gautaborg en fór meiddur af velli eftir aðeins 10 mínútna leik. Það kom ekki að sök fyrir Hammarby sem vann 6-2 sigur.

Markalaust hjá StartÍ norsku B-deildinni náðu lærisveinar Jóhannesar Harðarsonar í Start ekki að saxa á topplið Álasund þegar liðið heimsótti Strömmen.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn í liði Start en leiknum lauk með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×